Ferðalag í Reykholt 15. maí

reykholt

Sr. María Ágústsdóttir er fararstjóri í ferð eldri borgara í Reykholt í Borgarfirði miðvikudaginn 15. maí. Lagt verður af stað kl. 12.30 frá Grensáskirkju og áætluð heimkoma er milli kl. 17 og 18. Fullbókað er í ferðina.

Nýverið opnuðu hjónin Ingibjörg Kristleifsdóttir og Halldór Gísli Bjarnason kaffihúsið Heimskringlan í hátíðarsal Snorrastofu í gamla héraðsskólanum. Þar er enn uppi sýningin 1918 í Borgarfirði, sem unnin var síðastliðið haust í tilefni af 100 ára afmæli Fullveldis Íslendinga 2018 og gefur hún kaffihúsinu skemmtilegan blæ. Við skoðum sýninguna og fáum kaffiveitingar. Síðan verður farið í Snorrastofu og nýju kirkjuna þar sem sr. Geir Waage tekur á móti okkur. 

Skráning er í síma 528 4410 fyrir mánudaginn 13. maí. Verð kr 3.500.- Tekið er við greiðslum í rútunni, ekki er hægt að greiða með korti.

https://snorrastofa.is/kaffihusid-heimskringlan-opnad-i-gamla-heradsskolanum/

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin