Sýrlenskur hádegismatur 18. maí í safnaðarheimilinu

syrlenskur

Laugardaginn 18 maí kl. 12 verður borin fram sýrlensk máltíð í safnaðarheimili Grensáskirkju þar sem þátttakendum gefst kostur á að bragða framandi og gómsæta rétti framreidda af kærleika með það að markmiði að ágóðinn fari til að styðja munaðarlaus börn og ekkjur í Sýrlandi. Starfsemi samtakanna Öruggt skjól verður kynnt. Sr. María Ágústsdóttir er verndari samtakanna. Skráning sendist á safeshelter.os@gmail.com eða í síma 861 8106 (Fjóla). Maturinn kostar kr. 3.000.- á manninn.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin