Starfið samkvæmt áætlun

skip-minna

Safnaðarstarf í Grensáskirkju og Grensássókn gengur sinn vanagang. Kyrrðarstundir eru í hádegi á þriðjudögum kl. 12 í kirkjunni og helgistundir í þremur félagsmiðstöðvum aldraðra á hálfsmánaðar fresti út maí. Miðvikudagsstarfi eldri borgara lýkur með ferð í Reykholt 15. maí þar sem sr. María Ágústsdóttir er fararstjóri. Núvitundarstundir, 12-spora starf og samverustundir fatlaðra á fimmtudögum eru komnar í sumarfrí. Sama gildir um 7-9 ára starf og 10-12 ára starf sem Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi, hefur umsjón með. Æskulýðsstarfinu lýkur með sundferð fimmtudaginn 16. maí. Tvær messur eru eftir í maí, sunnudagana 19. maí og 26. maí, auk messu á degi aldraðra, uppstigningardag 30. maí, kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir sem þjónað hefur söfnuðinum frá því í september 2017 mun halda því áfram fram að mánaðarmótum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin