Fyrsta messa í sameinuðu prestakalli

_palmi_m_dsc1550-1325_0

Þann 1. júní gengur í garð sameining Grensáss- og Bústaðaprestakalla. Nýtt prestakall heitir Fossvogsprestakall og verða sóknirnar áfram tvær, Grensássókn og Bústaðasókn með sitthvorri sóknarnefndinni. Starfsemi verður áfram í báðum kirkjum. Sameiningin verður innsigluð með messu í Grensáskirkju sunnudaginn 2. júní kl. 11 þar sem sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur nýja prestakallsins, prédikar. Sr. María Ágústsdóttir, sem sett hefur verið til prestsþjónustu í prestakallinu til 31. ágúst 2019, þjónar fyrir altari ásamt messuhópi 2. Organisti er Antonía Hevesi og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Á eftir verða léttar veitingar. Verum öll innilega velkomin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin