Skráning hafin í fermingarfræðslu

dufa-regnboga-kross

Vorið 2020 verður boðið upp á fermingar í Grensáskirkju á pálmasunnudag kl. 13.30, þann 5. apríl 2020, og annan í páskum kl. 11, þann 13. apríl 2020. Fermingarnámskeið verður haldið sameiginlegt með Bústaðasókn dagana 18.-21. ágúst. Það hefst sunnudagskvöldið 18. ágúst með messu og fundi í Bústaðakirkju kl. 20 og verður síðan þar frá mánudegi til miðvikudags kl. 9-12.30. Farið verður í fermingarfræðsluferðalag í Vatnaskóg dagana 23. og 24. september. Væntanlega verða síðan fræðslutímar í Grensáskirkju einn laugardagsmorgun í mánuði í október og nóvember, janúar, febrúar og mars. Skráning er hér á heimasíðunni undir flipanum Fermingarstarf.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin