Það blómstrar í Grensáskirkju

64925730_452794792183776_4376770918156861440_n

Við erum að upplifa mikla breytingartíma í kirkjunni okkar núna. Bústaðakirkja og Grensáskirkja eru núna hluti af sama prestakallinu, Fossvogsprestakalli, sem felur í sér spennandi breytingar og áskoranir þegar kemur að skipulagi kirkjustarfsins. Starfsfólk og sóknarnefndir kirkjunnar eru mjög spenntar yfir þessum nýju áskorunum og við vonumst til að geta bætt allt starfið okkar í haust og veitt öllum sem leita til kirkjunnar á öllum aldri þjónustu.
Á sama tíma ákvað plantan í forsal Grensáskirkju að blómstra í fyrsta sinn, en plantan hefur verið á þessum sama stað í mörg ár. Við lítum á þetta sem tákn um að við eigum gæfuríka tíma framundan og hlökkum til að hefja starfið á næsta vetri.


„Veturinn er liðinn,
vorregnið að baki.
Landið blómgast,
tími söngsins er kominn,
kurr turtildúfunnar heyrist
í landi okkar.“
-Ljóðaljóðin 2.11-12

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin