Sumar og fiðlur kl. 11 sunnudaginn 7.7.

soley-minni

Er sumarsólin skín og sýnir verkin þín / þá þakkar allt sem andar og grær / er sumarsólin skín. Þessi fallegi sálmur eftir Eygló Eyjólfsdóttur hefur verið upphafssálmur í messunum í Grensáskirkju í sumar. Hann heitir Bæn um frið og hefst á orðunum: Í dagsins dýrðarmynd. Við syngjum hann líka næsta sunnudag, þann 7. júlí kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir annast þjónustuna ásamt messuþjónum og Ásta Haraldsdóttir er við hljóðfærið. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða sönginn. Við fáum líka góða heimsókn því systurnar Þórdís Emelía og Björney Anna Aronsdætur leika fyrir okkur á fiðlu.  Heitt á könnunni á undan og eftir messu. Verið innlega velkomin í þessa síðustu messu fyrir sumarleyfi. Næst verður messað í Grensáskirkju sunnudaginn 11. ágúst kl. 11. Guðsþjónustur eru í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldum kl. 20 í allt sumar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin