Fermingarbarnanámskeið

akkeri (2)

Námskeið verður í Bústaðakirkju 18.-21. ágúst fyrir fermingarbörn vorsins 2020 í Fossvogsprestakalli, Bústaða- og Grensássóknum. Námskeiðið hefst með guðsþjónustu í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 18. ágúst kl. 20. Þar verða væntanleg fermingarbörn boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum og stuttur fundur á eftir. Námskeiðið sjálft stendur yfir frá mánudegi til miðvikudags kl. 9-12.30. Skráningarform er að finna á heimasíðum kirknanna beggja. Farið verður í Vatnaskóg dagana 24.-25. september. Vikuleg fræðsla verður í Bústaðakirkju yfir veturinn fyrir þau börn sem fermast þar en einn laugardag í mánuði fyrir þau sem fermast í Grensáskirkju.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin