Upphaf og endir: Tímamót í Grensáskirkju

69494451_380394662913186_3231820954455769088_n

Það eru ýmisleg tímamót sem að við upplifum í kirkjunni okkar. Síðasta sunnudag þökkuðum við Áslaugu framkvæmdarstjóra fyrir ómetanleg störf í þágu Grensáskirkju til fjölda ára. Við þökkuðum einnig eiginmanni hennar, honum Karli, fyrir sín störf í sóknarnefnd Grensáskirkju. Sr. María, sr. Pálmi og Erik sóknarnefndarformaður kvöddu þetta hófláta fólk formlega við lok messunnar og boðið var upp á fínt með kaffinu á eftir.
Næsta sunnudag einblínum við á nýtt upphaf í Grensáskirkju. Messan verður óhefðbundin, en þá kynnum við vetrarstarfið í Grensáskirkju. Við tökum vel á móti ykkur og vonum að þið finnið eitthvað sem hentar til skemmta ykkur og styrkja trúarlífið í vetur. Fermingarhópurinn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin