Barnastarfið byrjar aftur

44429090_561024934318255_7903290606951071744_n

Í næstu viku byrjar barnastarfið loksins aftur. Við í kirkjunni höfum öll beðið spennt eftir þessu og erum búin að skipuleggja margt skemmtielgt í sumar. 7-9 ára starfið og TTT-starfið byrjar núna þriðjudaginn 3. september í Grensáskirkju. 7-9 ára starfið verður á þriðjudögum klukkan 16-17. TTT-starfið verður á þriðjudögum kl. 17-18. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst (Danni) og Sigurður Óskar (Siggi).

Skráning í starfið er á heimasíðunni okkar undir barnastarf, eða hérna:

 

Hérna er dagskrá haustsins:

3. september – Leikir og kynning

10. september – Útileikir

17. september – Cornhole

24. september – Föndur

1. október – Spilasamvera

8. október – Feluleikur í kirkjunni

15. október – Bollakökuskreyting

22. október – Pictionary og fela hlut mót

29. október – Pógómót og boltaleikir

5. nóvember – Vöfflubakstur og Just Dance

12. nóvember – Skreytum kirkjuna

19. nóvember – Apaspilið og mörgæsaspilið

26. nóvember – Bíómynd

3. desember – Bíómynd, framhald

10. desember – Jólaball

17. desember – Jólaföndur

 

10. desember er svo jólaball barnastarfsins í Grensáskirkju þar sem við málum piparkökur og dönsum í kringum jólatréð. Hver veit nema að jólasveininn kíki við. Allri fjölskyldunni er boðið með.

Æskulýðsfélagið Pony er svo öll fimmtudagskvöld kl. 20-21.30 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Allir unglingar í 8-10. bekk eru hjartanlega velkomnir. Umsjón hafa Danni og Siggi.

Barnamessurnar byrja 8. september kl. 11 í Bústaðakirkju. Þetta er skemmtileg og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna, og hverjum við alla sem vilja syngja, leika, heyra sögur, horfa á brúður og teiknimyndir og vera hluti af skemmtilegu samfélagi til að mæta og taka þátt með okkur. Umsjón hafa Danni, Sóley Adda, sr. Pálmi og Jónas Þórir.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin