Starfið í haust

skip-minna

Bæn og bingó, núvitund og 12 sporin, 7-9 ára, TTT og æskulýðsstarf, messur, maul og mas, allskonar fyrir okkur öll verður í boði í Grensáskirkju í haust. Barna- og æskulýðsstarfið er hafið og sunnudagaskólinn – sem verður í Bústaðakirkju eins og í fyrra – hefst sunnudaginn 8. september. Á sunnudögum eru messur í Grensáskirkju kl. 11, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar og alltaf kaffi á eftir og líka á undan. ´Á þriðjudaginn, þann 3. september, byrja kyrrðarstundirnar aftur og verða á hverjum þriðjudegi kl. 12 fram að jólum. Nú verður aðeins breytt þannig að samvera fyrir eldri borgara verður í beinu framhaldi af kyrrðarstundinni, létt máltíð, skemmti- og fræðsluefni (bingó fyrsta þriðjudag mánaðarins) og svo kaffi um tvö leytið. Á miðvikudögum eru samverur eldri borgara í Bústaðakirkju eftir hádegi. Hvern fimmtudag verður núvitundarhugleiðsla í kapellunni kl. 18.15-18.45 og þrjá fimmtudaga (5.9., 12.9. og 19.9.) kl. 19.15-21.15 opnir kynningarfundir 12-sporastarfs Vina í bata. Allt er þetta öllum opið og alveg ókeypis. Verum velkomin í Grensáskirkju.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin