Kyrrðarstund og opið hús

shutterstock_6058112991500

Kl. 12 þriðjudaginn 3. september er kyrrðarstund og síðan opið hús í Grensáskirkju. Stundin hefst með orgelleik, söng og örhugleiðingu. Þá er fyrirbænastund við altarið. Að því loknu er borin fram létt máltíð gegn vægu gjaldi. Í framhaldinu er opið hús fyrir þau sem eru heima yfir daginn og vilja gjarna fá félagsskap. Fyrsta þriðjudag mánaðarins spilum við bingó (hagnýtir vinningar) og síðan er kaffi og meðlæti um tvöleytið. Verið velkomin í Grensáskirkju.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin