Vaknaðu!!! til messu kl. 11

a-allra-vorum

Árrisulir nágrannar Grensáskirkju heyrðu kirkjuklukkurnar hljóma kl. 7.15 síðastliðinn mánudag – og sum ykkar vöknuðu við þær. Önnur heyrðu hljóminn í 8-fréttum ríkisútvarpsins. Tilefnið var að ,,forystukonur átaksins Á allra vörum óskuðu eftir því við biskup Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, að kirkjan tæki þátt í átakinu með þeim hætti að kirkjuklukkum landsins yrði hringt snemma að morgni 2. september. Markmiðið er að vekja athygli á því máli sem þær setja nú í öndvegi – og vekja þjóðina í orðsins fyllstu merkingu – og það er: Eitt líf – forvarnir og fræðsla vegna vímuefnaneyslu ungmenna. Þær kalla átakið Vaknaðu og hvað er því táknrænna en sláttur kirkjuklukkna snemma að morgni?“ segir á kirkjan.is. Í messunni okkar sunnudaginn 8. september munum við safna fyrir þessu átaki, sum með gloss á vörum en hann fæst á heimasíðu átaksins og í yfir 100 verslunum um allt land. Í messunni þjóna Ásta organisti, María prestur, messuþjónar og kvennakórinn Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar. Verum velkomin kl. 11 í Grensáskirkju. Vaknaðu – þú átt bara eitt líf!

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin