Kyrrðarstund og opið hús

Vesturglugginn á páskadag-1000

Hvern þriðjudag er kyrrðarstund kl. 12 og opið hús til kl. 14 fyrir þau sem eru heima yfir daginn. Kyrrðarstundirnar felast í söng, góðu orði, máltíð Drottins og fyrirbænum. Ásta spilar á flygilinn. Þá hefur starf með heldri borgurum og heimavinnandi verið fært yfir á þriðjudaga og er í beinu framhaldi af kyrrðarstundunum og léttum hádegisverði (verð kr. 1.000.-) Þau sem þurfa að fara eftir matinn gera það en önnur verða áfram í notalegu spjalli, skemmtilegri fræðslu eða bingói (fyrsta þriðjudag mánaðarins). Verið velkomin á kyrrðarstund í Grensáskirkju kl. 12 í dag.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin