Myndlist til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar

vasi-minnst

Sölusýning á myndum Sigrúnar Sigurðardóttur frá Möðruvöllum stendur nú yfir í anddyri Grensáskirkju. Hún var fædd 28. ágúst 1929 en lést 17. júní í sumar. Sigrún lét eftir sig margar fallegar myndir sem Grensássöfnuður hefur þegið að gjöf og mun andvirði myndanna renna til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Verið er að verðleggja myndirnar en einnig má bjóða í einstaka mynd og verður það gert eftir messu sunnudaginn 22. september. Verið velkomin að skoða og kaupa fallega mynd.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin