Messa og myndlist

maria-mey

Sunnudaginn 22. september er messa með myndlistarþema kl. 11 í Grensáskirkju. Ásta Haraldsdóttir er organisti og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða almennan söng. Félagar úr messuhópi 3 þjóna ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og nokkrum fermingarfjölskyldum. Eftir messu verða myndir Sigrúnar Sigurðardóttur til sölu til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar, innanlandsaðstoð. Heitt á könnunni á undan og eftir messu, bænastund og undirbúningur messu í kapellu kl. 10.15.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin