Eva Björk og María kjörnar prestar

prestar-djaknar-pano

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og dr. María Ágústsdóttir hafa verið kjörnar prestar í Fossvogsprestakalli. Þær þjóna í báðum sóknum prestakallsins Bústaðasókn og Grensássókn. Umsóknarfrestur um tvær stöður presta í kallinu rann út 1. ágúst s.l.
Kjörnefnd hefur valið þær sr. Evu Björk Valdimarsdóttur og dr. Maríu Ágústsdóttur og fór kjörið fram á fundi kjörnefndar Fossvogsprestakalls 20. september s.l. Mun biskup Íslands með hliðsjón af niðurstöðu kjörnefndar skipa þær í framangreind embætti, frá og með 1. október 2019. Þær eru boðnar velkomnar til starfa og mikils af þeim vænst segir á heimasíðu Bústaðakirkju, kirkja.is. Þar er líka að finna upplýsingar um lífshlaup prestanna tveggja. Myndin er tekin í dag í Vatnaskógi þar sem sr. Pálmi og sr. María ásamt Hólmfríði og Daníel djáknum eru stödd með rúmlega eitt hundrað fermingarbörnum. Sr. Eva Björk kom í stutta heimsókn í tilefni dagsins.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin