Málverk Hófýar

hofy-heimaey

Í anddyri Grensáskirkju stendur nú yfir sýning verka Hófýar, Hólmfríðar Ólafsdóttur, djákna í Bústaðakirkju. Hófý er fædd og uppalin á Siglufirði og var strax farin að teikna og mála sem barn. Eftir nám og starf við klæðskeraiðn fór Hófý í guðfræðideild HÍ og lauk þaðan djáknaprófi og hefur verið starfandi djákni í Bústaðakirkju síðustu árin. Frá árinu 2015 hefur Hófý verið þátttakandi í námskeiðum Myndlistaskóla Kópavogs og þar hafa flestar myndirnar hennar orðið til. Sýningin stendur yfir til loka október og margar myndanna eru til sölu.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin