Söfnun fermingarhópsins fyrir Hjálparstarf kirkjunnar á morgun

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar 2010. Ljósmynd: Ármann Gunnarsson

Í þessari viku er komið að hinni árlegu söfnun fermingarhópa landsins fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Allir sá peningur sem að safnast fer í að auka aðgang að hreinu vatni fyrir fólk í Afríku sem býr við fjárskort og slæmar aðstæður. Þetta er fallegt og verðugt verkefni og það eru mikil forréttindi að fermingarbörnin fá að taka þátt og leggja sitt af mörkum.

Fermingarhópurinn í Grensáskirkju mun safna á morgun á milli kl. 18-20. Þau verða með bauka merkta Hjálparstarfinu. Við hvetjum ykkur öll til að taka vel á móti þeim.

Eftir söfnunina er þeim boðið í vöfflukaffi í kirkjunni og æskulýðsfund sem að tekur við strax á eftir.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin