Fjölskyldu stöðvamessa sunnudaginn 10. nóvember

vígt vatn

Á sunnudaginn verður fjölskyldu stöðvamessa í Grensáskirkju klukkan 11. Stöðvamessa er helgihald fyrir fólk á öllum aldri, við göngum um kirkjuna og upplifum það heilaga með þátttöku. Við heyrum um Boðorðin 10, tvöfallda kærleiksboðorðið og lög og reglur. Lögregluþjónn kíkir í heimsókn og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og Daníel Ágúst Gautason þjóna ásamt fermingarbörnum. Barnakórar Fossvogsprestakalls syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur og Ásta Haraldsdóttir organisti spilar á orgel og píanó. Stór og smá, ung og eldri og bara allskonar, verið öll velkomin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin