Komið til mín, segir Jesús – messa 17. nóvember kl. 11

11a

Sunnudagsmessan er á sínum stað í Grensáskirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 11. Íhugunarefni dagsins eru þessi frægu og yljandi orð Jesú: ,,Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.“ Sr. María prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum og fermingarfjölskyldum. Ásta spilar á orgelið og leikur undir söng sem Kirkjukór Grensáskirkju leiðir. Heitt á könnunni á undan og eftir messu. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju á sama tíma. Verum velkomin í kirkju.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin