Albert og Bergþór slá á létta strengi

Á síðdegissamveru miðvikudaginn 27. nóvember mæta okkar ástsælu Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson í Grensáskirkju til að slá á létta strengi svona rétt áður en aðventustússið hefst. Samveran hefst í kirkjunni kl. 17.30 og lýkur með léttri máltíð í safnaðarheimilinu. Skráning er nauðsynleg vegna matarins (verð kr. 1.500.-) og fer hún fram í síma 528 4410 í síðasta lagi um hádegi þriðjudaginn 26. nóvember.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin