Englatréð undirbúið

engl-as-minnst

Undanfarinn áratug hefur Grensássöfnuður staðið fyrir söfnun jólagjafa til barna fanga í samvinnu við fangaprest þjóðkirkjunnar. Hefur sr. Hreinn Hákonarson unnið gríðarlega gott starf í þessu samhengi sem öðru. Að þessu sinni kom hópur velunnara englatrésins saman í Grensáskirkju til að klippa englamiða fyrir tréð en á þeim mun standa kyn og aldursbil barns sem gjöfina hlýtur. Englatréð verður komið upp fyrir messuna kl. 11 næstkomandi sunnudag, 1. desember, og kynnt á aðventuhátíð þann 8. desember kl. 17. Gjöfum skal skilað í síðasta lagi sunnudaginn 15. desember.

https://kirkjan.is/frettir/frett/2019/11/27/Sofnudur-i-kaerleiksstarfi/ Hér er frétt sr. Hreins um englatréð.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin