Myndlist og músík: Messa á fyrsta sunnudegi í aðventu kl. 11

gluggi

Þá er aðventan að ganga í garð. Sunnudaginn 1. desember kl. 11 verður hátíðleg messa í Grensáskirkju. Kvennakórinn Vox Feminae syngur og Ásta leikur undir. María og messuhópur 2 annast þjónustu orðs og borðs ásamt fermingarfjölskyldum. Eftir messu verða tvær sýningar opnaðar. Glerlist Selmu Hannesdóttur hefur verið hengd upp í glugga forkirkjunnar og málverk Sigúnar Sigurðardóttur prýða veggina að nýju. Andvirði málverka Sigrúnar heitinnar rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Kaffi og brauð á undan og eftir messu. Svo er aðventukvöld í Bústaðakirkju kl. 20 en aðventuhátíðin í Grensáskirkju verður 8. desember kl. 17.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin