Kyrrð í kirkjunni – og jólabingó á eftir

bingo-minni

Kyrrðarstundir eru í Grensáskirkju kl. 12 á þriðjudögum. Þær hefjast með ljúfum orgeltónum og síðan er smá andlegt fóður, þögn í nokkrar mínútur og loks bæn. Á eftir er létt máltíð í forsal kirkjunnar sem kostar kr. 700.- Fyrsta þriðjudag mánaðar er stefnt að því að spila bingó og núna er það að sjálfsögðu jólabingó með eigulegum og gómsætum vinningum. Spjaldið kostar ekkert en mælst til þess að lagðar verði kr. 500.- í kaffisjóð. Verum velkomin á góða samverustund í Grensáskirkju.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin