Messa kl. 11 og aðventuhátíð kl. 17

tred-minnst

Á öðrum sunnudegi í aðventu, sem nú ber upp á 8. desember, höldum við hátíð. Þennan dag árið 1996 var Grensáskirkja vígð og því er annar sunnudagur í aðventu kirkjudagurinn hér. Því fögnum við í messu kl. 11. Samskotin renna til Hjálparstarfs kirkjunnar og við minnum á málverkin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur sem eru til sölu til styrktar innanlandsaðstoðinni. Síðan er aðventuhátíðin kl. 17. Þar verður mikið um dýrðir. Fermingarbörn vorsins 2020 hefja stundina með áhrifamiklum helgileik. Ræðumaður er Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi. Barnakórar Fossvogsprestakalls og Kirkjukór Grensáskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur og Þórdísar Sævarsdóttur. Englatréð verður kynnt en það stendur fyrir gjöfum til barna fanga. Smákökur og mandarínur eftir stundina.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin