Afmælismessa Hjálparstarfs kirkjunnar 12. janúar kl. 11

sigsig-minnst

Í tilefni af 50 ára starfsafmæli Hjálparstarfs kirkjunnar prédikar Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins í messu í Grensáskirkju sunndaginn 12. janúar kl. 11. Hjálparstarf kirkjunnar er til húsa á neðri hæð Grensáskirkju og rík og góð samskipti eru á milli Grensássafnaðar og Hjálparstarfsins. Að messunni þjóna að öðru leyti Ásta organisti og Vox Feminae, sr. María, messuhópur 1 og nokkrar fermingarfjölskyldur. Á eftir fáum við okkur kaffi saman og eitthvað gott með. Samskot eru tekin til Hjálparstarfsins og við minnum líka á málverk Sigrúnar Sigurðardóttur sem eru til sölu til styrktar Hjálparstarfinu. Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í mynd því þetta er næst síðasta sýningarhelgin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin