Fjölskyldukirkja Fossvogsprestakalls

Fjölskyldukirkjan

Fjölskyldukirkja Fossvogsprestakalls! 
Fjölskyldukirkjan er nýtt og spennandi starf þar sem allir eru velkomnir. Þetta er stund þar sem áherslan er að öll fjölskyldan, sama hvernig hún er uppbyggð, getur komið og átt góða stund í kirkjunni í samfélagi við aðra. Boðið verður upp á fjölskyldukirkjuna annan hvern þriðjudag kl. 17.15-18.30 í Grensáskirkju. Byrjað verður á iðju inni í forsal kirkjunnar, svo færum við okkur inn í kirkju fyrir litla helgistund og við endum á að borða kvöldmat saman. Þátttaka er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum fyrir matnum.
Fyrsta skiptið okkar verður næsta þriðjudag, 21. janúar. Við ætlum að föndra og mála saman og sýna í verki að við erum svo sannarlega skapandi sköpun Guðs 🖌🖍😁
Hlökkum til að sjá ykkur.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin