Núvitund á fimmtudaginn kl. 18.15-18.45

solaruppras-minnst

Annan veturinn í röð höldum við úti núvitundariðkun í kapellu Grensáskirkju á fimmtudögum kl. 18.15-18.45. Við sitjum saman í kyrrð kapellunnar og prestarnir Eva Björk og María skiptast á að leiða íhugun í anda núvitundar á kristnum grunni. Núvitund snýst um að tengja við sjálfa/n sig hér og nú, líkama sinn, tilfinningar og hugsanir án þess að dæma. Við beinum huganum að andardrættinum, án þess að breyta honum neitt sérstaklega, heldur bara taka eftir, finna, skynja. Við minnum okkur á að Guð gefur okkur lífsandann þannig að hver andardráttur, hvert andartak, er í raun bæn og tenging við Guð. Við erum öll velkomin á þessar stundir í nærveru við okkur sjálf, hvert annað og við Guð.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin