Kyrrðarstund í kirkjunni í hádeginu á þriðjudögum

9480FDD7AC0477B13E4A4485B3CDA9225804E4D9DB46B6CEC8B38E4E508EF382_713x0

Langur vinnudagur? Leiðist þér heima? Þá er gott að brjóta upp daginn með því að mæta í kyrrðarstund í hádeginu á þriðjudögum í Grensáskirkju. Stundin hefst kl. 12 með ljúfri tónlist á meðan fólk tínist inn. Gott er að staldra við hjá bænastjakanum á leiðinni inn, tendra ljós og hugsa til þeirra sem standa hjarta okkar nærri. Svo má líka skrifa bæn sína á miða sem prestur tekur að sér að biðja fyrir næstu daga. Við sitjum síðan í kyrrð að loknu góðu orði og endum stundina með stuttri bæn. Hægt er að kaupa sér létta máltíð til að halda samfélaginu áfram fyrir þau sem það hentar. Verum velkomin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin