Cantabile syngur í messu 9.2.

Cantabile

Sönghúsið Domus Vox og Grensáskirkja hafa átt gott og gjöfult samstarf árum saman. Upphafið má rekja til ársins 1990 þegar Barnakór Grensáskirkju var stofnaður og Margrét Pálmadóttir söngkona og kórstjóri fengin til að annast kórstjórn. Þegar flest var í kórnum voru um 120 börn skráð og var skipt í þrjá kóra. Eftir að Margrét stofnaði Domus Vox árið 2000 hélt samstarfið áfram. Löng hefð er fyrir því að Margrét komi með söngfólk sitt til miðnæturguðsþjónustu á jólanótt og mánaðarlega syngja kórar frá Domus Vox í sunnudagsmessunni, oftast Vox Feminae sem Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stjórnar. Næsta sunnudag kemur Margrét Pálmadóttir til okkar með kórinn sinn Cantabile og hlökkum við til að fá þær sem ávallt. Ásta Haraldsdóttir er meðleikari og María G. Ágústdóttir annast þjónustuna ásamt messuhópi 3 og nokkrum fermingarbörnum. Samskot tekin til Líknarsjóðs Grensáskirkju. Heitt á könnunni á undan og eftir messu. Verum velkomin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin