Frumflutningur í Grensáskirkju: Sálmur og sálmalag

asta-bjorgvin-marta-margret-klipp

Í messu í Grensáskirkju sunnudaginn 9. febrúar var frumfluttur sálmur eftir Margréti Pálmadóttur við lag Björgvins Þ. Valdimarssonar. Sálmurinn ber heitið Hið eilífa ljós og er saminn í minningu mæðra Margrétar. Kórinn Cantabile söng, einsöngvari var Marta Kristín Friðriksdóttir og með þeim lék á flygilinn Ásta Haraldsdóttir organisti. Þetta var hátíðleg og einstök stund og nutu kirkjugestir þessa óvænta viðburðar. Cantabile söng einnig Maríuvers eftir Björgvin og fallega lagið hans Mamma.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin