Barna- og æskulýðsstarfið fellur niður á meðan samkomubann gildir

90071153_1579435872232643_3622154338299805696_n

Vinsamlegast athugið! Á meðan samkomubann gildir mun barna- og æskulýðsstarf Fossvogsprestakalls, Bústaða- og Grensáskirkju, falla niður. Þetta á við um barnamessurnar, TTT-starfið, fjölskyldukirkjuna, æskulýðsstarfið og fermingarfræðsluna.

Við í kirkjunni viljum sýna samfélagslega ábyrgð og varúð á tímum Covid-19 veirunnar. Því hefur starfsfólk prestakallsins tekið þá ákvörðun að fella niður barna- og æskulýðsstarfið á meðan samkomubann gildir. Við munum tilkynna hvenær starfið hefst aftur.

Fylgist með okkur á facebook og instagram en það er stefna okkar að setja hér inn myndir og sögur á meðan við getum ekki hist.

Við viljum hvetja alla til að sýna varkárni og gæta hreinlætis.

,,Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að vonunni í krafti heilags anda.“ Rómverjabréfið 15.13

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin