Kyrrðarstund á netinu

heimsfaraldrarbaen

Í hádeginu í dag gerðum við tilraun með beint streymi frá kyrrðarstund. Það er hægt að finna á fasbókarsíðu Grensáskirkju. Ásta organisti lék ljúfa sálma, lesið var úr fjórða Passíusálmi og Davíðssálmi 91 og beðin bæn á tímum heimsfaraldar eftir Cameron Bellm. Endilega finnið síðuna og hlustið!

https://www.facebook.com/Fossvogsprestakall/

Heimsfaraldrarbæn

Mættum við sem verðum fyrir minni háttar óþægindum vegna veirunnar minnast þeirra sem eru í lífshættu.

Mættum við sem höfum engan undirliggjandi vanda minnast þeirra viðkvæmustu.

Mættum við sem búum við þau þægindi að geta sinnt vinnu okkar heima minnast þeirra sem þurfa að velja á milli þess að halda heilsu eða eiga fyrir leigunni.

Mættum við hafa nægan sveigjanleika til að annast börnin okkar þegar skólastarf er takmarkað og minnast þeirra sem hafa ekkert val.

Mættum við sem þurfum að hætta við ferðalagið okkar minnast þeirra sem eiga sér engan áfangastað.

Mættum við sem verðum af hagnaði í umróti fjármálamarkaðarins minnast þeirra sem alls engan hagnað hafa.

Mættum við sem komum okkur notalega fyrir í sóttkví heima minnast þeirra sem eiga í engin hús að venda.

Þegar óttinn grípur um sig skulum við velja kærleikann.

Á meðan við getum ekki vafið hvert annað örmum bókstaflega skulum við finna leiðir til að vera kærleiksríkt faðmlag Guðs til náunga okkar. Amen.

Af fasbókarsíðunni The Celtic Christian Tradition eftir Cameron Bellm

Íslensk þýðing: María Guðrúnar. Ágústsdóttir

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin