Bænir inn í aðstæður dagsins

7-1000

Drottinn Guð, við treystum miskunn þinni á þessum óvissutímum. Vertu með þeim sem eru hrædd og óttaslegin. Gefðu þeim kraft og styrk. Reistu þau upp, hugga og hughreystu þau, svo að þau megi finna að ekkert getur gert þau viðskila við kærleika þinn. Í Jesú nafni. Amen.

Drottinn Guð, þú kenndir okkur að elska náunga okkar. Mættum við huga að þeim sem minna mega sín. Á þessum tímum kvíða og ótta, biðjum við um styrk og huggun þeim til handa sem líður illa, eru í sóttkví og einangrun. Mættu þau öll skynja kærleika þinn og umhyggju. Í Jesú nafni. Amen.

Drottinn samúðar og samlíðunar. Vertu þeim nærri sem eru veikir, óttaslegnir eða  í einangrun. Vertu hjá þeim í einmanaleika þeirra. Vertu, Drottinn, hugsvölun þeirra í óttanum. Vertu von þeirra í myrkinu og ljósið sem skín, fyrir Jesú Krist, sem þjáðist á krossi en reis upp í dýrð sinni. Amen.

Miskunnsami Guð, við felum þér þau öll sem eru veik og finna til á líkama og sálu. Gefðu þeim vissu um að þú haldir þeim öruggum í örmum þínum. Hugga þau öll og lækna, og endurreis þau til fullrar heilsu, fyrir Jesú Krist, Drottin okkar og frelsara. Amen.

Náðarríki Guð, vertu með heilbrigðisstéttum. Gefðu öllum þeim sem hjúkra, lækna og líkna hinum veiku úthald og kraft. Við biðjum fyrir þeim sem reyna þrotlaust að finna lækningu við COVID-19. Vertu með þeim og gefðu þeim áframhaldandi kraft, að þau mættu nýta kunnáttu sína og færni í leit sinni að lækningu. Amen.

Drottinn Guð, veittu mér aðstoð til að treysta þér, að ég mætti vita að þú sért ávallt með mér. Hjálpaðu mér að trúa því að ekkert getur gert mig viðskila við kærleika þinn. Í Jesú nafni. Amen.

Drottinn Guð, við erum ekki fólk óttans, heldur fólk hugrekkis. Við erum ekki fólk sem hugsar fyrst um eigin hag, heldur hag annarra. Við erum ekki fólk græðgi heldur fólk örlætis. Við erum fólkið þitt, Drottinn, sem gefur og elskar, hvar sem við erum og ávallt reiðubúin að svara kalli þínu. Amen.  

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þýddi úr ensku.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin