Guðsþjónusta í Grensáskirkju 14. júní – Að loka eða ljúka upp?

heart-with-open-door-by-nirots-FDP-net

Sunnudaginn 14. júní heyrum við aldagamlar ritningar tala skýrt inn í aðstæður ranglætis og ótta sem því miður eru veruleiki enn þann dag í dag. Boðskapur Biblíunnar er einfaldur: Mættu þeim sem skortir með örlæti. Við erum öll hvött til að kafa dýpra, horfast í augu við afkima sálarinnar, ómeðvitaða fordóma og skeytingarleysi gagnvart neyð náungans. Ekkert okkar vill valda öðrum sársauka og þrengingum en samt getur kæruleysisleg eða vanhugsuð afstaða okkar gert einmitt það – og stuðlað að því að viðhalda ranglætinu. Lokum við augunum í afneitun eða ljúkum við upp hjartanu í umhyggju?

Um þetta verður fjallað í prédikun í Grensáskirkju á sunnudagsmorguninn kemur kl. 11 og framhald í Bústaðakirkju kl. 20 um kvöldið. Prestur er María Guðrúnar. Ágústsdóttir og organisti í Grensáskirkju er Ásta Haraldsdóttir sem ásamt Kirkjukór Grensáskirkju og messuþjónum annast tónlist og talað mál.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin