Framkvæmdir á Grensáskirkju

IMG_8740

Eins og glöggir lesendur Fréttablaðsins tóku eftir í síðustu viku verða í sumar miklar framkvæmdir á Grensáskirkju. Meðal annars verður farið í það að laga þak kirkjunnar. Framkvæmdirnar munu ekki trufla atafnir eða helgihald í kirkjunni, sem mun halda áfram með hefðbundum hætti.

Það getur verið gaman á blíðum sumardögum að fá sér göngutúr að kirkjunni og fylgjast með framgangi verka. Við biðjum Guð að blessa verkið og alla þá sem að því koma.

Ef Drottinn byggir ekki húsið
erfiða smiðirnir til ónýtis.
Ef Drottinn verndar eigi borgina
vakir vörðurinn til ónýtis.

-Sálmur 127.1

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin