Tveir piltar fermast við messu á sunnudaginn kl. 11

æskr200x300

Þá er loksins komið að fermingum 2020. Eins og alkunnugt er þurftum við að færa til fermingardaga hópsins sem fæddur er árið 2006. Það verður því hátíð í Grensáskirkju næstkomandi sunnudag, þann 28. júní, þegar fyrstu fermingarbörnin fela góðum Guði framtíð sína sem staðfestingu á skírninni. Messan hefst kl. 11 og er öllum opin. Ásta er við hljóðfærið og leiðir söng ásamt Kirkjukór Grensáskirkju, séra María annast athöfnina og Þuríður kirkjuvörður sér til þess að allt sé á sínum stað. Verum velkomin til kirkju.

Þess má geta að fjölmennustu fermingarnar í Grensáskirkju verða kl. 11 sunnudagana 30. ágúst og 6. september. Einnig verður ferming sunnudaginn 13. september. Fermt er í Bústaðakirkju sömu daga kl. 10.30.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin