Helgistundir á netinu

grensaskirkja-fb

Allt vikulegt starf liggur niðri í Fossvogsprestakalli vegna kórónuveirunnar. Þess í stað sendum við út helgistundir í gegn um Facebook frá Grensáskirkju eða Bústaðakirkju á sunnudögum, kyrrðarstundir á þriðjudögum kl. 12 og fimmtudögum kl. 18.15 og barnastundir á laugardögum. Umsjón með þessum stundum hafa prestarnir sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og dr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir, Daníel Ágúst Gautason djákni og organistarnir Ásta Haraldsdóttir og Jónas Þórir. Þess fyrir utan senda sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni frá sér hugvekjur í töluðu og rituðu máli, á Facebook síðum og heimasíðum kirknanna. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með og deila því sem ykkur vel líkar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin