Útvarpað verður guðsþjónustu á Rás 1 kl. 11 næstkomandi sunnudag, 17. janúar 2021, í tilefni Alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar. Dr. María G. Ágústsdóttir og Magnea Sverrisdóttir djákni þjóna ásamt fulltrúum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar. Tónlistarflutning annast Ásta Haraldsdóttir, kantor, ásamt Kirkjukór Grensáskirkju og strengjasveit frá Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík. Bænavikan stendur yfir frá 18. – 25. janúar og verða bænastundir frá mismunandi kirkjum birtar á FB síðunni Bænavikan 18-25 janúar og YouTube rásinni Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga.
Útvarpsguðsþjónusta frá Grensáskirkju

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Deila pósti
Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin