Útvarpsguðsþjónusta frá Grensáskirkju

ordid-hulda-teppi-naer-minnst

Útvarpað verður guðsþjónustu á Rás 1 kl. 11 næstkomandi sunnudag, 17. janúar 2021, í tilefni Alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar. Dr. María G. Ágústsdóttir og Magnea Sverrisdóttir djákni þjóna ásamt fulltrúum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar. Tónlistarflutning annast Ásta Haraldsdóttir, kantor, ásamt Kirkjukór Grensáskirkju og strengjasveit frá Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík. Bænavikan stendur yfir frá 18. – 25. janúar og verða bænastundir frá mismunandi kirkjum birtar á FB síðunni Bænavikan 18-25 janúar og YouTube rásinni Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin