Fermingarbarnaguðsþjónustur

ljosberar-adventuh

Næstu þrjá sunnudaga verða sérstakar fermingarbarnaguðsþjónustur í Grensáskirkju kl. 11 og í Bústaðakirkju kl. 13. Í venjulegu árferði reiknum við með að fermingarungmennin komi í 7 messur yfir veturinn. Það næst varla núna en við ætlum að bæta þeim það upp með því að hafa guðsþjónustur fyrir þau í febrúar og vonandi mars líka.

Ætlast er til að þau komi í tvö skipti af þessum þremur núna í febrúar, það er 7., 14. og/eða 21. febrúar. Á meðan fjöldatakmarkanir gilda fyrir fólk fætt fyrir 2005 getum við ekki tekið á móti fjölskyldum ungmennanna nema yngri systkinum. Sr. María leiðir guðsþjónustuna í Grensáskirkju ásamt messuþjónum. Ásta Haraldsóttir og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng sem tekur mið af sálmum sem sungnir verða við fermingarnar þegar þar að kemur.

Fermingarfræðslan í Grensáskirkju er áfram á miðvikudögum kl. 15.30 og æskulýðsstarfið er á fimmtudagskvöldum kl. 20-21.30.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin