Opin kirkja á ný!

9877930713_a4c2163978

Við fögnum því að geta boðið til guðsþjónustu á ný þar sem fjöldatakmarkanir við kirkjuathafnir eru nú 150 manns – með grímu auðvitað. Því höfum við almenna guðsþjónustu í Grensáskirkju núna á sunnudaginn kl. 11. Ásta Haraldsdóttir, kantor, leikur á orgel og stjórnar Kirkjukór Grensáskirkju sem leiðir sönginn. Messuþjónar og ungmenni úr fermingarárgangi 2021 flytja lestra og bænir. Prestur er sr. María G. Ágústsdóttir. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju á sama tíma. Verið öll hjartanlega velkomin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin