Öllu helgihaldi og auglýstri dagskrá um áramótin í Fossvogsprestakalli aflýst, vegna fjölgunar Covid smita

269711050_7442513535823334_793429793120024006_n

Í dag, mánudaginn 27. desember 2021, sendi biskup Íslands, eftirfarandi skilaboð til presta, sókna og safnaða þjóðkirkjunnar:

Sæl kæra samstarfsfólk

Gleðilega jólarest og farsæld á nýju ári.

Hér með tilkynnist að ég hef tekið ákvörðun, í ljósi hraðrar útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra, að engar auglýstar guðsþjónustur verða í kirkjum landsins nú um áramótin og a.m.k. þar til nýjar sóttvarnarreglur verða birtar á nýju ári.  Ekkert helgihald verður því í kirkjum landsins en bent á upptekið helgihald í sóknarkirkjunum sé það fyrir hendi og útvörpuðu helgihaldi í ríkisútvarpinu Rás 1,  kl. 18 á gamlársdag og kl. 11 á nýjársdag sem og kl. 11 sunnudaginn 2. janúar.

Guð blessi ykkur í lífi og starfi og gefi styrk á erfiðum tímum.

Í Fossvogsprestakalli bendum við á helgihald á vefjum safnaðanna og samfélagsmiðlum. Einnig á helgihaldið í ríkisútvarpinu, líkt og biskup bendir á.

Saman skulum við huga hvert að öðru og bera hvert annað á bænarörmum.

Gleðileg jól, með þökkum fyrir árið sem er að líða. Megi komandi ár vera ykkur öllum blessunar- og gæfuríkt.

Myndin er af málverki Sigrúnar Maríu sem er hluti af sýningu hennar í forsal Grensáskirkju.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Deila pósti

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin