Núvitundariðkun

When:
16. maí, 2019 @ 18:15 – 18:45
2019-05-16T18:15:00+00:00
2019-05-16T18:45:00+00:00

Núvitundariðkun hvílir á árþúsundagömlum grunni og er í eðli sínu sameiginleg mörgum trúarbrögðum. Að vera hér og nú, huga að líkamsstöðunni og finna andardráttinn streyma inn og út stuðlar að jafnvægisstillingu líkama og sálar. Iðkunin í kapellu Grensáskirkju byggir á kristinni trú og mætti kalla Núvitund í nálægð Guðs. Við byrjum kl. 18.15 á því að heyra heilnæmt orð og síðan eru þátttakendur leiddir inn í ferðalag um líkama, huga og tilfinningar. Stundinni lýkur með bæn Jesú kl. 1845. Þátttaka er ókeypis og skráning óþörf. Verið velkomin.