Helgihald

Helgihald

Upplýsingar um helgihald í Grensáskirkju má fá hér fyrir neðan. Boðið upp á guðsþjónustur hvern sunnudag og hádegisbænir á þriðjudögum. Þá er kirkja heyrnarlausra með guðsþjónustur í Grensáskirkju. Þess utan eru helgistundir í tengslum við fjölbreytt starf safnaðarins.

Kirkja heyrnarlausra:

Kirkja heyrnarlausra hefur guðsþjónustu í Grensáskirkju mánaðarlega. Þær eru að jafnaði kl. 14:00 þriðja sunnudag í mánuði.

Messur

Guðsþjónustur í Grensáskirkju eru hvern helgan dag kl. 11:00. Yfir vetrarmánuðina er boðið upp á barnastarf í Bústaðakirkju kl. 11.00. Barnamessurnar hefjast 20. september.

Bænastundir:

Þrisvar í viku að jafnaði er boðið upp á bænastundir fyrir söfnuðinum og starfi kirkjunnar. Annars vegar komum við saman kl. 12:10 á þriðjudögum í kirkjunni, á fimmtudögum er núvitundariðkun kl. 18.15-18.45 og á sunnudögum fyrir guðsþjónustu kl. 10:15 í kapellu kirkjunnar.

Hádegishelgihald á þriðjudögum:

Á þriðjudögum yfir vetrarmánuðina er boðið upp á kyrrðarstund kl. 12:10. Fyrir stundina er leikin tónlist á orgel kirkjunnar. Eftir stundina er boðið upp á létta máltíð á vægu verði í safnaðarheimili. Hægt er að koma bænarefnum á framfæri við prest með tölvupósti á maria.agustsdottir@kirkjan.is.

Kærleiksþjónusta:

Samskot eru tekin í öllum guðsþjónustum í Grensáskirkju og renna þau til ákveðina málefna. Að jafnaði eru tekin samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar mánaðarlega og auk þess í guðsþjónustum á aðventu. Þá er mánaðarlega samskot til launasjóðs ABC-barnahjálpar og líknarsjóðs kirkjunnar. Einn sunnudag í mánuði að jafnaði eru tekin samskot til sérstakra verkefna, s.s. Samband íslenskra Kristniboðsfélaga, ABC-barnahjálpar, Umhyggju félags langveikra barna eða annarra góðgerðarfélaga sem til okkar leita um stuðning.