Skipan húsnæðis

Skipan húsnæðis/leiga

Kirkjan í hverfinu þínu

Grensáskirkja var vígð 8. desember 1996 en fram að þeim tíma hafði söfnuðurinn notast við safnaðarheimili sitt til helgihalds. Kirkjan er byggð við safnaðarheimilið og milli kirkjuskips og eldra hússins eru skrifstofur, kennslustofa, setustofa, kapella og safnaðarsalur. Neðri hæð kirkjunnar er að mestu leiti í eigu Biskupsstofu. Þar er TÓNSKÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR og Fjölskylduþjónusta kirkjunnar (sjá nánar um Tónskólann hér).

Útleiga á safnaðarsölum:
Hægt er að leigja safnaðarsali kirkjunnar til ráðstefnuhalds, námskeiða eða hvers kyns mannfagnaða þegar ekki er dagskrá á vegum kirkjunnar í húsinu. Aðalsafnaðarsalurinn tekur rúmlega 180 manns í mat en auk hans er í húsinu einn smærri salur og kennslustofa.  

Kirkjumiðstöð í Grensáskirkju:
Biskupsstofa hefur nú keypt neðri hæð Grensáskirkju að hluta auk þess sem leigðar eru skrifstofur á efri hæð fyrir starfsmenn stofunnar. Nú eru til húsa í Grensáskirkju Kristín Pálsdóttir prestur heyrnarlausa (sjá nánar um  Kirkju Heyrnarlausra hér ) og Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra (gudhall@mi.is). Starfsmaður ÆSKR, Kristján Ágúst Kjartansson hefur hér aðstöðu og þá er einnig í húsnæðinu TÓNSKÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR (sjá nánar hér). Það er kirkjunni fagnaðarefni að hafa undir sínu þaki þann frábæra hóps fólks sem hér er nefnt að ofan, enda ljóst að nálægð þess gefur starfinu í kirkjunni nýja vídd.

Önnur starfsemi:
Í húsnæði kirkjunnar eru ýmis félagasamtök með reglulega fundi. Þar má nefna AA-félaga sem koma saman í safnaðarheimilinu hvert þriðjudagskvöld kl. 19:00. Þá má nefna Félag austfirskra kvenna í Reykjavík en þær hittast fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar í safnaðarheimilinu einnig hefur Bútasaumsfélagið aðstöðu í safnaðarheimilinu.

Verðskrá vegna útleigu:

Húsnæði Grensássafnaðar hentar fyrir margvíslega starfsemi sem ekki fellur undir hefðbundið safnaðarstarf. Á það við um erfidrykkjur, veislur, fundi frjálsra félagasamtaka (t.d. AA ofl.), námskeið og ráðstefnur. Kostnaður safnaðarins vegna slíkra atburða er nokkur í formi aukins viðhalds og þrifa.

Innifalið í leigu á hluta af húsnæði kirkjunnar er afnot af eldhúsi ásamt leitaui, uppþvottavél ásamt kaffvél ofl. Af hljóðfærum og hljómtækjum í viðkomandi sal (ef við á), greiða þarf sérstaklega fyrir afnot af skjávarpa.

 

SAFNAÐARSALUR
Í safnaðarsalnum geta allt að 180 manns setið við borð í einu. Að öllu jöfnu er miðað við að engin starfsemi sé í húsnæði kirkjunnar/safnaðarheimili eftir kl. 23:00 nema um annað sé samið. Öll starfsemi í kirkjuskipi er háð samþykki sóknarprests kirkjunnar. Erfidrykkjur/fermingarveislur/Brúðkaupsveislur. Leiga á safnaðarsal kostar 60.000 þúsund krónur. Þá getur kirkjan útvegað aðstoðarfólk til að dekka upp borð, bera fram veitingar og annast frágang. Kostnaður við hverja aðstoðarmanneskju er 3.000 krónur á klukkustund.
KENNSLUSTOFA
Leiga vegna kirkjulegrar starfsemi, ráðstefna og funda. Leiga vegna smærri funda í kennslustofu, fundarherbergi eða Bláa sal er 12.000 krónur. Greiða þarf sérstaklega fyrir kirkjuvörslu ef fundir eru haldnir eftir kl. 15 á virkum dögum. Gjald vegna hennar er 3.000 krónur á klst.
TÓNLEIKAR Í SAFNAÐARHEIMILI EÐA KIRKJUSKIPI
Grunngjald vegna tónleika í kirkjuskipi eða safnaðarheimili er 25.000 krónur. Tónleikahöldurum ber að greiða tilskilinn gjöld til STEFs. Greiða þarf sérstaklega fyrir kirkjuvörslu á meðan tónleikum stendur eftir kl. 15 á virkum dögum og um helgar.
HJÓNAVÍGSLUR
Ekki þarf að greiða fyrir notkun á húsnæði kirkjunnar vegna hjónavígslna. Hins vegar þarf að öllu jöfnu að greiða fyrir viðveru kirkjuvarðar 6.000 krónur. Ef um er að ræða verulegt umframstarf kirkjuvarðar vegna hjónavígslu, greiðist aukalega fyrir það.

Frávik frá ofangreindu verði:
Félög og hópar sem starfa einvörðungu innan sóknarmarka, s.s. foreldrafélög skóla og leikskóla fá aðgang að húsnæði kirkjunnar án endurgjalds, þó með þeim fyrirvara að hugsanlega þarf að greiða fyrir kirkjuvörslu og þrif.
Aðilar sem nýta húsnæði kirkjunnar með reglubundnum hætti fá afslátt af húsnæðinu skv. frekara samkomulagi þar um.

Leiguverð eru birt með fyrirvara um samþykkt sóknarnefndar Grensáskirkju.

Safnaðarsalur uppstólaður fyrir veislu.