Safnaðarstarf

Safnaðarstarf

Margvíslegt safnaðarstarf er í Grensáskirkju. Má þar nefna barna- og unglingastarf á sunnudögum og miðvikudögum, 12 spora starf og fjölbreytt helgihald. Kirkjukór Grensáskirkju, kórar frá söngskólanum Domus Vox og kvennakórinn Glæðurnar eru þátttakendur í safnaðarstarfinu.

Æskulýðsstarf

Þetta verða innilegar og skemmtilegar stundir fyrir alla fjölskylduna að njóta. Boðið verður upp á iðju í forsal kirkjunnar, skemmtilega helgistund inni í kirkju og loks endum við á að borða saman léttann kvöldverð.

Í vetur býður Grensáskirkja upp á TTT-starf í kirkjunni fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. 

Í vetur býður Grensáskirkja í samstarfi við Bústaðakirkju upp á starf fyrir 13-16 ára unglinga. 

Ýmislegt

Hvern þriðjudag frá septemberbyrjun og fram til maíloka eru samverur fyrir eldri borgara í Grensáskirkju. 

Tónlist hefur löngum verið stór þáttur í lífi og starfi Grensássafnaðar. Við Grensáskirkju er starfandi kirkjukór. Kórinn æfir vikulega. 

Kvenfélag Grensássóknar var starfrækt nær alla tíð frá stofnun sóknarinnar 1963 þar til á vordögum 2011 að samþykkt var að leggja félagið niður. 

Fræðsla og námskeið

Fermingarfræðsla í Grensássöfnuði er fyrir 13-14 ára unglinga. Fræðslan er sameiginlegt verkefni Bústaða- og Grensássókna. 

Á fimmtudagskvöldum er boðið er upp á 30 vikna andlegt ferðalag í Grensáskirkju, þar sem notast er við 12 sporakerfið