Barna & æskulýðsstarf

/
/
Barna & æskulýðsstarf

7-9 ára starf

Starfið byrjar 3. september.

Í vetur býður Grensáskirkja upp á starf í kirkjunni fyrir krakka á aldrinum 7-9 ára. Fundirnir eru á þriðkjudögum kl. 16:00- 16:50. Áherlsa er á virðingu, vináttu og samfélag. Það verður leikið, sungið og hlustað á Guðs orð. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Hægt er að skrá í starfið hér að neðan.

TTT-starf Grensáskirkju

Starfið byrjar 3. september.

Í vetur býður Grensáskirkja upp á TTT-starf í kirkjunni fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. Starfið byggir á vikulegum fundum í vetur þar sem komið er saman, farið í leiki, og hlustað á Guðs orð. Fundirnir eru á þriðjudögum kl. 17:00-18:00. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Hægt er að skrá í starfið hér að neðan.

Æskulýðsfélagið Pony

Í vetur býður Grensáskirkja í samstarfi við Bústaðakirkju upp á æskulýðsstarf í kirkjunni fyrir 13-16 ára unglinga. Fundirnir eru á fimmtudögum kl. 20:00- 21:30. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem ætti að höfða til allra unglinga.