Fjölskyldukirkja
Í nóvember ætlum við að bjóða upp á fjölskyldustundir alla miðvikudaga kl. 17.30 í Grensáskirkju. Þetta verða innilegar og skemmtilegar stundir fyrir alla fjölskylduna að njóta. Boðið verður upp á iðju í forsal kirkjunnar, skemmtilega helgistund inni í kirkju og loks endum við á að borða saman léttann kvöldverð.
Samverustundir fjölskyldunnar eru okkar mestu verðmæti. Í þeim hraða sem fylgir samfélagi okkar er stundum lítill tími fyrir fjölskylduna að eiga saman gæðastund. Við förum í ólíkar áttir í alls kyns tómstundir og erum svo í kappi við tímann að koma saman í mat og horfa framan í hvort annað. Kirkjan vill styðja við fjölskyldur og skapa vettvang þar sem við myndum tengsl við fólkið sem okkur þykir vænst um, náunga okkar og Guð.
Þáttaka í starfinu er ókeypis.
Hægt er að senda fyrirspurnir á Daníel á daniel@kirkja.is.
TTT-starf Grensáskirkju
TTT-starfið er alla fimmtudaga kl. 14.30-15.30 í Grensáskirkju.
Grensáskirkja mun bjóða upp á starf fyrir alla krakka á aldrinum 10-12 ára. Starfið er skemmtilegt og skapandi og áhersla er á virðingu, vináttu og kærleikssamfélag. Við leggjum upp úr að hafa fjölbreytta dagskrá þar sem allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.
Þáttaka í starfinu er ókeypis.
Umsjón hafa Daníel Ágúst og Sóley Adda æskulýðsleiðtogar. Hægt er að senda fyrirspurnir á Daníel á daniel@kirkja.is
Dagskrá vorannar er birt með fyrirvara um breytingar:
28. janúar: Leikir
4. febrúar: Spil/ Mannlegt slönguspil
11. febrúar: Fela hlut mót
18. febrúar: Brjóstsykursgerð
25. febrúar: Skutlukeppni
4. mars: Cornhole
11. mars: Boltaleikir
18. mars: Spurningakeppni
25. mars: Páskabingó
Æskulýðsfélagið Pony
Æskulýðsstarfið er alla fimmtudaga kl. 20 í safnaðarheimili Grensáskirkju.
Æskulýðsfélagið Pony er æskulýðsstarf fyrir alla unglina í 8.-10. bekk. Æskulýðsfélagið er vettvangur fyrir unglinga til að leika, læra og efla bænalíf sitt í góðu og heilbrigðu umhverfi. Áhersla er á að hafa dagskrána skemmtilega og fjölbreytta og er meðal annars boðið upp á spilakvöld, nammifundi, leikjafundi, Pictionary, karamellu- spurningakeppni og margt fleira.
Þáttaka í starfinu er ókeypis.
Umsjón hafa Daníel Ágúst og Sóley Adda æskulýðsleiðtogar. Hægt er að senda fyrirspurnir á Daníel á daniel@kirkja.is