Skráning í TTT-starf Grensáskirkju 2020-2021

Fimmtudaga kl. 14.30-15.30.
Allir krakkar á aldrinum 10-12 ára eru velkomnir. Þáttaka í starfinu er ókeypis.
Starfið gengur út frá því að kenna krökkum helstu biblíusögurnar og þætti kristinnar trúar. Við leggjum mikla áherslu á virðingu, vináttu og fjölbreytileika. Þá er auðvitað líka lögð áhersla á að krökkunum líði vel í kirkjunni.
Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt og ættu allir að finna sig velkomna. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, spil, föndur, fræðsla, ball og margt fleira.
Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason og Sóley Adda Egilsdottir. Frekari upplýsingar má fá hjá soley@kirkja.is.