Skráning í fermingarfræðslu 2019-2020

Fermingarfræðsla Grensáskirkju 2019-2020 er skipulögð fyrir börn sem eru fædd 2006 og/eða sem eru að ljúka 7. bekk vorið 2019. Hér fyrir neðan er hægt að skrá þátttakendur í fermingarfræðslunni á komandi vetri. Við viljum biðja þig vinsamlegast um að fylla út alla reiti skráningarformsins sem eiga við. Þegar búið er að fylla út alla reiti og lesa upplýsingarnar yfir, þá þarf að smella á „senda skráningu“ til að ljúka skráningu.